Evrˇpukeppni U17 einstaklinga hˇfst Ý dag

Evrópukeppni U17 einstaklinga hófst í Lubin í Póllandi í dag.

Einar Sverrisson og Þórunn Eylands mættu Karl Kert og Liisa Tannik frá Eistlandi. Einar og Þórunn töpuðu 14-21 og 17-21.

 

EM U17 2016. Bjarni Þór Sverrisson og Halla María Gústafsdóttir

 

Bjarni Þór Sverrisson og Halla María Gústafsdóttir öttu kappi við Robert Cybulski og Wiktoria Dabczynska frá Póllandi en þeim var raðað númer fimm inn í tvenndarleikinn. Bjarni og Halla töpuðu 11-21 og 9-21.

Daníel Ísak Steinarsson tapaði mjög naumlega fyrir Afonso Mendonca frá Portúgal eftir oddalotu 17-21, 21-17 og 17-21.

Á morgun eru spilaðir tvíliðaleikir og íslensku stúlkurnar spila einliðaleik auk þess sem Eysteinn spilar einliðaleik.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í Evrópukeppni U17 einstaklinga.

Skrifa­ 21. mars, 2016
mg