Danir meistarar

Spilað var fram í úrslit í Evrópukeppni U17 landsliða í dag í Lubin í Póllandi. Í átta liða úrslitum mættu Danir Tékkum, Frakkar Eistum, Svíar Tyrkjum og Þjóðverjar Englendinum. Danir, Frakkar, Tyrkir og Englendingar fóru áfram í undanúrslit.

Danir unnu Frakka 3-1 og Englendingar unnu Tyrki 3-0.

Danir og Englendingar mættust svo í úrslitum þar sem Danir unnu 3-0 og tryggðu sér þar með Evrópumeistaratitilinn.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í Evrópukeppni U17 landsliða.

Á morgun hefst einstaklingskeppni Evrópukeppninnar. Fyrsta viðureign Íslendinganna er tvenndarleikur þar sem Einar Sverrisson og Þórunn Eylands mæta Karl Kert og Liisa Tannik frá Eistlandi. Smellið hér til að sjá leiki morgundagsins.

Skrifađ 20. mars, 2016
mg