VŠrl°se 2 ßfram Ý ÷­ru sŠti umspilsins

Tinna Helgadóttir spilar í vetur með Værløse 2 í Danmörku. Liðið spilar nú í umspili um hvaða lið falla í aðra deild út þeirri fyrstu. Liðið mætti Lillerød í þriðja leik umspilsins. Værløse 2 burstaði leikinn 12-2.

Tinna spilaði annan einliðaleik og annan tvíliðaleik kvenna í þessum leik. Einliðaleikinn lék hún gegn Laura Vana. Tinna vann 21-14 og 21-17. Tvíliðaleikinn lék hún með Anna Thea Masen en þær mættu Sara Runesten Hansen og Laura Vana og unnu 21-16 og 21-17.

Værløse 2 alla leiki nema annan einliðaleik karla og þriðja tvíliðaleik karla.

Leikmenn íslenska U17 landsliðsins horfðu á leikinn en þau voru að koma af æfingu hjá Tinnu á leið sinni til Póllands til að taka þátt í EM U17.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit viðureignar Værløse2 og Lillerød.

Eftir þennan annan leik umspilsins er Værløse 2 áfram í öðru sæti umspilsins. Smellið hér til að sjá stöðuna. Alls verða spilaðir fimm leikir eða umferðir í umspilinu.

Næsti leikur Værløse 2 er þriðjudaginn 5. apríl gegn Aalborg Triton.

Skrifa­ 16. mars, 2016
mg