Fyrsti dagur Íslandsmóts unglinga

Íslandsmót unglinga hófst á Akranesi í morgun klukkan 12. Mótið hefur gengið mjög vel og sumir leikir endað með óvæntum úrslitum. Smellið hér til að sjá úrslit dagsins.

Á morgun verður spilað í flokki U11 en leikir hefjast í þeim flokki klukkan 9. Leikið verður upp í 11, tvær til þrjár lotur en sigurvegari þarf að vinna tvær lotur. Áætluð mótslok hjá U11 er klukkan 12.

Leikir í eldri flokkum hefjast klukkan 12. Spilað verður fram í úrslit í öllum greinum á morgun nema í einliðaleik en þar er spilað fram í undanúrslit.

Smellið hér til að sjá leiki morgundagsins.

Skrifað 11. mars, 2016
mg