U17 landsli­i­ vali­

U17 landslið Íslands keppir í Evrópukeppni U17 landsliða og einstaklinga í Lubin í Póllandi dagana 17. - 25. mars næstkomandi.

Tinna Helgadóttir landsliðsþjálfari hefur valið hópinn sem tekur þátt fyrir Íslands hönd. Liðið skipa Bjarni Þór Sverrisson TBR, Daníel Ísak Steinarsson TBR, Einar Sverrisson TBR, Eysteinn Högnason TBR, Andrea Nilsdóttir TBR, Halla María Gústafsdóttir BH, Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir ÍA og Þórunn Eylands TBR.

Keppnin er bæði landsliðskeppni og einstaklingskeppni. Liðakeppnin fer fram dagana 17. - 21. mars og einstaklingskeppnin 21. - 25. mars.

Dregið hefur verið í keppnina og Ísland er í riðli sex með Svíþjóð, Sviss og Hollandi. Danmörku er raðað númer eitt inn í keppnina, Englandi númer tvö, Tyrklandi og Frakklandi númer þrjú til fjögur og Eistlandi, Svíþjóð, Þýskalandi og Rússlandi númer fimm til átta.

Smellið hér til að vita meira um Evrópukeppni U17 landsliða.

Skrifa­ 2. febr˙ar, 2016
mg