Úrslit á RIG - Unglingameistaramóti TBR

RIG - Unglingameistaramót TBR var haldið um helgina en mótið var hluti af Reykjavík International Games 2015. Keppt var í öllum greinum í aldursflokkum U11 til U19. Mótið var hluti af Dominos unglingamótaröð Badmintonsambands Íslands og gaf stig á styrkleikalista unglinga. Keppendur frá Færeyjum voru 52 talsins. Sigurvegarar á mótinu voru eftirtaldir:

Keppt var í riðlum í flokki U11. Í flokki U11A snáða vann Nóa Eyðsteinson frá Færeyjum og í flokki U11B snáða vann Daníel Smári Einarsson TBR. Í flokki U11 snóta vann Oddbjørg Í Buð Justinussen frá Færeyjum.

Í flokki U13 sigraði Jón Hrafn Barkarson TBR í einliðaleik hnokka en hann vann í úrslitum Steinþór Emil Svavarsson BH 21-10 og 21-14. Adhya Nandi frá Færeyjum vann löndu sína Miriam Í Grótinum í úrslitum 21-19 og 21-8 í einliðaleik táta. Í tvíliðaleik hnokka unnu Jón Hrafn Barkarson og Stefán Árni Arnarsson TBR í úrslitum Hákon Daða Gunnarsson og Steinþór Emil Svavarsson BH 21-14 og 21-12. Í tvíliðaleik táta unnu Adhya Nandi og Miriam Í Grótinum frá Færeyjum í úrslitum Bjarnhild Í Buð og Ingibjørg Múller frá Færeyjum 21-13 og 21-14. Í tvenndarleik unnu Jón Hrafn Barkarson og Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR í úrslitum Silas Jacobsen og Bjarnhild Í Buð frá Færeyjum eftir oddalotu 20-22, 21-15 og 21-16. Jón Hrafn vann því þrefalt á mótinu.

Í flokki U15 vann Jonas Djuurhus frá Færeyjum landa sinn Ari Nandy eftir oddalotu 8-21, 21-15 og 21-17 í einliðaleik sveina. Sissal Thomsen frá Færeyjum vann einnig löndu sína í úrslitum Lena Maria Joensen eftir oddalotu 16-21, 21-16 og 22-20 í einliðaleik meyja. Í tvíliðaleik sveina voru líka einungis Færeyingar í úrslitum. Sigurvegar í greininni voru Árant Á Mýruni og Jónas Djuurhus en þeir unnu í úrslitum Ari Nandy og Rúni Øster eftir oddalotu 21-10, 18-21 og 21-19. Í tvíliðaleik meyja unnu Mona Rasmussdóttir og Sissal Thomsen frá Færeyjum í úrslitum Katrínu Völu Einarsdóttur BH og Lív Karlsdóttur TBR 21-16 og 21-12. Í tvenndarleik unnu Jónas Djuurhus og Sissal Thomsen frá Færeyjum í úrslitum Brynjar Má Ellertsson ÍA og Ingibjörgu Rósu Jónsdóttur UMFS 22-20 og 21-10.

Í flokki U17 vann Eysteinn Högnason TBR í úrslitum Dann Fróðason frá Færeyjum 21-19 og 22-20 í einliðaleik drengja. Gunnva Jacobsen frá Færeyjum vann í úrslitum Andreu Nilsdóttur TBR 21-16 og 21-19 í úrlistaleik einliðaleiks telpna. Í tvíliðaleik drengja unnu Daníel Ísak Steinarsson og Einar Sverrisson TBR í úrslitum Bjarna Þór Sverrisson og Eystein Högnason TBR 21-16 og 21-18. Í tvíliðaleik telpna unnu Gunnva Jacobsen og Julia Carlsson frá Færeyjum í úrslitum Hörpu Kristnýju Sturlaugsdóttur og Úlfheiði Emblu Ásgeirsdóttur ÍA 21-13 og 21-14. Í tvenndarleik unnu Daníel Ísak Steinarsson og Andrea Nilsdóttir TBR í úrslitum Dann Fróðason og Gunnva Jacobsen frá Færeyjum 21-18 og 21-9.

Í flokki U19 vann Davíð Bjarni Björnsson TBR Pálma Guðfinnsson TBR í úrslitum 21-17 og 21-13 í einliðaleik pilta. Í einliðaleik stúlkna vann Arna Karen Jóhannsdóttir TBR en í flokknum var spilað í riðli. Arna Karen vann alla leiki sína. Í tvíliðaleik pilta unnu Davíð Bjarni Björnsson og Pálmi Guðfinnsson TBR í úrslitum Elvar Má Sturlaugsson ÍA og Hauk Gylfa Gíslason Samherjum 21-11 og 21-16. Í tvíliðaleik stúlkna sigruðu Arna Karen Jóhannsdóttir og Margrét Nilsdóttir TBR í úrslitum Andreu Nilsdóttur TBR og Hörpu Hilmisdóttur BH 21-18 og 23-21. Í tvenndarleik í flokki U19 sigruðu Pálmi Guðfinnsson og Arna Karen Jóhannsdóttir TBR í úrslitum þau Davíð Bjarna Björnsson og Margréti Nilsdóttur TBR eftir oddalotu 14-21, 21-18 og 21-16. Arna Karen vann þrefalt á mótinu.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Unglingameistaramóti TBR. Smellið hér til að sjá myndir frá mótinu en þær má finna á Facebook síðu TBR.

Seinni hluti RIG verður um næstu helgi en þá verður alþjóðlega Iceland International mótið í TBR.

Skrifað 25. janúar, 2016
mg