Úrslit Meistaramóts TBR

Sjöunda mót Dominosmótaraðar BSÍ, Meistaramót TBR 2016, var um helgina. Keppt var í öllum greinum í meistaraflokki, A- flokki og B-flokki.

Í meistaraflokki vann Kári Gunnarsson en hann vann í úrslitum Eið Ísak Broddason í einliðaleik karla 21-12 og 21-10. Einliðaleik kvenna vann Margrét Jóhannsdóttir TBR en hún vann í úrslitum Söru Högnadóttur TBR 21-17 og 21-11. Tvíliðaleik karla unnu Daninn Jeppe Ludvigsen og Magnús Ingi Helgason TBR. Þeir unnu í úrslitum Daníel Jóhannesson og Einar Óskarsson TBR eftir oddalotu 21-14, 17-21 og 21-16. Tvíliðaleik kvenna unnu Rakel Jóhannesdóttir og Snjólaug Jóhannsdóttir TBR en þær unnu Margréti Jóhannsdóttur og Söru Högnadóttur TBR naumlega í úrslitum eftir oddalotu 21-17, 20-22 og 22-20. Tvenndarleikinn unnu Daníel Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir TBR. Þau unnu í úrslitum systkinin Daníel og Rakel Jóhannesbörn TBR 21-17 og 21-15.

Í A-flokki sigraði Pétur Hemmingsen TBR í einliðaleik karla. Hann vann í úrslitum Atla Tómasson TBR eftir hörkuspennandi leik 21-19 og 23-21. Í einliðaleik kvenna var keppt í riðli en riðilinn vann Andrea Nilsdóttir TBR. Tvíliðaleik karla unnu Jón Sigurðsson og Sigurjón Jóhannsson TBR en þeir unnu í úrslitaleiknum Hans A. Hjartarson og Geir Svanbjörnsson TBR 21-17 og 21-8. Áslaug Jónsdóttir TBR og Hrund Guðmundsdóttir Hamri unnu tvíliðaleik kvenna en þær unnu í úrslitum Margréti Dís Stefánsdóttur og Þórunni Eylands TBR 21-12 og 21-15. Tvenndarleikinn unnu Geir Svanbjörnsson og Áslaug Jónsdóttir TBR eftir sigur á Andra Árnasyni og Margréti Dís Stefánsdóttur TBR í úrslitum 21-10 og 21-15.

Eysteinn Högnason TBR sigraði í einliðaleik karla í B-flokki en hann vann í úrslitum Víði Þór Þrastarson UMF Þór 21-12 og 21-19. Halla María Gústafsdóttir BH sigraði einliðaleik kvenna í B-flokki en keppt var í riðli í greininni. Tvíliðaleik karla unnu Axel Örn Sæmundsson og Víðir Þór Þrastarson UMF Þór en þeir unnu í úrslitaleiknum Gunnar Örn Ingólfsson og Steinþór Hilmarsson TBR eftir oddalotu 21-15, 18-21 og 21-14. Tvíliðaleik kvenna unnu Arndís Sævarsdóttir og Svanfríður Oddgeirsdóttir Aftureldingu en þær unnu í úrslitum Hörpu Kristnýju Sturlaugsdóttur og Irenu Rut Jónsdóttur ÍA 21-15 og 24-22. Tvenndarleikinn unnu Elís Þór Dansson TBR og Svanfríður Oddgeirsdóttir Aftureldingu en þau unnu Egil Magnússon og Sunnu Karen Ingvarsdóttur Aftureldingu í úrslitum 21-13 og 21-9.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Meistaramóti TBR. Myndir frá mótinu má finna á Facebook síðu TBR.

Næsta mót á Dominosmótaröð BSÍ er Óskarsmót KR 6. - 7. febrúar 2016. Deildakeppni BSÍ fer fram helgina 26. - 28. febrúar.

Skrifað 3. janúar, 2016
mg