Taastrup Elite er í ţriđja sćti eftir síđasta leik ársins

Síðasti leikur ársins í dönsku þriðju deildarinni var um helgina. Systkinin Drífa og Ragnar Harðarbörn spila með Taastrup Elite en liðið leikur í riðli fjögur í þriðju deild. Í deildinni eru fjórir riðlar. Taastrup Elite mætti í þessum leik Holbæk 2 og tapaði vann 8-5.

Drífa lék ekki með liði sínu í þessum leik. Ragnar lék fyrsta tvíliðaleik karla og annan tvenndarleik. Ragnar lék tvíliðaleik með Thomas Laybourn gegn Peter Espersen og Clemens Nielsen. Ragnar og Laybourn töpuðu eftir oddalotu 23-21, 22-24 og 18-21. Ragnar lék svo tvenndarleik með Nadia Hall en þau mættu Jakob Lindqvist og Rikke Sandal og töpuðu 16-21 og 13-21.

Taastrup Elite vann fyrri tvenndarleikinn, báða einliðaleiki kvenna, fyrsta, annan og þriðja einliðaleik karla og annan og þriðja tvíliðaleik karla.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit Taastrup Elite og Holbæk 2.

Eftir þessa síðustu umferð ársins fer Taastrup Elite upp um eitt sæti úr því fjórða sæti í það þriðja. Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum.

Skrifađ 22. desember, 2015
mg