Úrslit Meistaramóts BH

Meistaramót BH var um helgina. Mótið er hluti af Dominosmótaröð Badmintonsambandsins og gefur stig á styrkleikalista. Keppt var í öllum greinum í meistaraflokki, A- flokki og B-flokki.

Í meistaraflokki stóð Íslandsmeistarinn Kári Gunnarsson TBR uppi sem sigurvegari í einliðaleik eftir úrslitaleik gegn Daníel Jóhannessyni TBR sem endaði með sigri Kára 21-8 og 21-10. Einliðaleik kvenna sigraði Margrét Jóhannsdóttir TBR en keppt var í riðli í greininni. Tvíliðaleik karla sigruðu Atli Jóhannesson og Kári Gunnarsson TBR sem unnu í úrslitum Davíð Bjarna Björnsson TBR og Egil G. Guðlaugsson ÍA eftir oddalotu 21-16, 20-22 og 21-16. Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Rakel Jóhannesdóttir og Snjólaug Jóhannsdóttir TBR Hörpu Hilmisdóttur og Margréti Jóhannsdóttur TBR eftir oddalotu 21-12, 15-21 og 21-8. Tvenndarleik unnu Daníel Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir TBR en þau unnu í úrslitum Daníel og Rakel Jóhannesbörn eftir oddalotu 21-17, 17-21 og 21-17.

Í A-flokki sigraði Pétur Hemmingsen TBR en hann vann í úrslitum Jón Sigurðsson TBR 21-15 og 21-19. Í Einliðaleik kvenna vann Andrea Nilsdóttir TBR. Hún vann í ústlitum Þórunni Eylands eftir oddalotu 21-14, 11-21 og 21-16. Tvíliðaleik karla sigruðu Egill Sigurðsson TBR og Þórhallur Einisson Hamri eftir sigur á Hans A. Hjartarsyni og Haraldi Guðmundsyyni TBR 21-15 og 21-13. Í tvíliðaleik kvenna unnu Anna Lilja Sigurðardóttir og Irena Ásdís Óskarsdóttir BH Andreu Nilsdóttur TBR og Hrund Guðmundsdóttur Hamri eftir æsispennandi oddalotu 21-19, 10-21 og 25-23. Tvenndarleikinn unnu Þórhallur Einisson og Hrund Guðmundsdóttir Hamri en þau unnu í úrslitum Einar Sverrisson og Þórunni Eylands TBR eftir oddalotu 21-18, 18-21 og 21-18.

Eysteinn Högnason TBR sigraði í einliðaleik karla í B-flokki en hann vann Kristin Breka Hauksson Aftureldingu í úrslitum 21-19 og 21-15. Harpa Kristný Sturlaugsdóttir ÍA vann í einliðaleik í B-flokki kvenna en keppt var í riðli í greininni. Tvíliðaleik karla unnu Gunnar Örn Ingólfsson og Steinþór Hilmarsson TBR en þeir unnu í úrslitum Egil Magnússon og Hall Helgason Aftureldingu 21-16 og 21-16. Í tvíliðaleik kvenna unnu Arndís Sævarsdóttir og Svanfríður Oddgeirsdóttir Aftureldingu en þær unnu í úrslitum Höllu Maríu Gústafsdóttur og Unu Hrund Örvar BH 21-14 og 21-10. Tvenndarleikinn unnu Garðar Hrafn Benediktsson og Ingibjörg Sóley Einarsdóttir BH eftir oddalotu og spennandi leik gegn Þórði Skúlasyni og Höllu Maríu Gústafsdóttur BH 21-12, 21-23 og 21-19.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Meistaramóti BH.

Næsta mót á Dominosmótaröð BSÍ verður Setmót KR 28. - 29. nóvember næstkomandi.

Skrifað 16. nóvember, 2015
mg