U19 landsli­i­ sigra­i Venes˙ela 3-0

Nú þegar spilaðir hafa verið allir leikir í riðlunum á HM U19 landsliða í Perú er spilað um sæti.

Ísland mætti Venesúela rétt í þessu og vann 3-0.

Kristófer Darri Finnsson of Alda Karen Jónsdóttir mættu Ivan Elyouri Perozo og Damaris Mercedes Ortiz Parada og unnu 22-20 og 21-3.

Pálmi Guðfinnsson keppti við Quijada Willfer og vann 21-16 og 21-12.

Arna Karen Jóhannsdóttir mætti Tiffany Sánchez og vann 21-17 og 21-15.

Með því er fyrsti sigur U19 landsliðsins í höfn, 3-0, á þessu heimsmeistaramóti. Liðið mætir í kvöld Kosta Ríka. Íslenska liðið er að keppa um 33- 36. sæti.

Smellið hér til að sjá fleiri útslit dagsins á HM U19 landsliða.

Skrifa­ 7. nˇvember, 2015
mg