U19 landsli­i­ tapa­i fyrir SvÝ■jˇ­ 0-5

Íslenska U19 landsliðið tekur nú þátt í Heimsmeistaramóti U19 landsliða sem fram fer í Lima í Perú. Fyrsti leikur íslenska liðsins var gegn Svíþjóð og ljóst var fyrir leikinn að hann yrði erfiður enda lögðu Svíar okkur 5-0.

Kristófer Darri Finnsson og Alda Karen Jónsdóttir kepptu í tvenndarleik gegn Carl Harrbacka og Moa Sjoo. Leikurinn var jafn og endaði með tapi eftir oddalotu 21-15, 14-21 og 18-21.

Pálmi Guðfinnsson spilaði einliðaleik gegn Viktor Aglinder og tapaði 10-21 og 12-21.

Arna Karen Jóhannsdóttir spilaði einliðaleik gegn Elin Svensson og tapaði 9-21 og 14-21.

Tvíliðaleik karla spiluðu Kristófer Darri og Pálmi gegn Viktor Aglinder og Carl Harrbacka. Þeir töpuðu fyrri lotunni 15-21 og þeirri seinni mjög naumlega 22-24.

Tvíliðaleik kvenna spiluðu Alda Karen og Arna Karen gegn Emma Karlsson og Johanna Magnusson og töpuðu 3-21 og 7-21.

Leiknum lauk því með tapi 0-5.

Tveir leikir eru hjá íslenska liðinu á morgun, gegn Englandi og Tævan.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit dagsins á HM U19 landsliða.

Skrifa­ 4. nˇvember, 2015
mg