Dregiđ í HM ungmenna í Perú

Í dag var dregið í heimsmeistaramót unglinga sem fer fram í Lima í Perú í nóvember. Ísland lenti í riðli B1 með Japan sem er með röðun þrjú til fjögur, Hollandi, Kúbu og Perú.

Keppt verður í fjórum riðlum og hver riðill hefur tvo flokka. 40 lönd taka þátt í keppninni. Kína er raðað númer eitt, Kóreu númer tvö, Japan og Indónesíu númer þrjú til fjögur í númer fimm til átta eru Malasía, Hong Kong, Tæland og Tævan. Smellið hér til að sjá niðurröðun í mótið.

 

U19 landsliðið. Pálmi, Arna og Kristófer. Á myndina vantar Öldu.

 

Fyrir Íslands hönd taka þátt Kristófer Darri Finnsson TBR, Pálmi Guðfinnsson TBR, Alda Karen Jónsdóttir TBR og Arna Karen Jóhannsdóttir TBR. Helgi Jóhannesson unglingalandsliðsþjálfari fer með hópnum ásamt Freyju Rut Emilsdóttur fararstjóra.

Skrifađ 13. oktober, 2015
mg