Stórsigur hjá Magnúsi Inga og Tinnu

Alþjóðlega badmintonmótið Swedish International Stockholm fer fram í Taby í Svíþjóð um helgina. Systkinin Magnús Ingi og Tinna Helgabörn stóðu í ströngu í gær í undankeppni mótsins. Þar léku þau bæði einliðaleik og komust ekki áfram í aðal mótið en Magnús Ingi lék tvíliðaleik ásamt írskum félaga sínum og þeir komust áfram með glæsibrag.

Í morgun léku Magnús Ingi og Tinna í fyrstu umferðinni í tvenndarleik þar sem þau unnu yfirburða sigur á belgíska parinu Jonathan Gillis og Steffi Annys 21-8 og 21-11. Í annari umferð sem leikin verður um kl. 16.30 í dag mæta þau öðru belgísku pari Wouter Claes og Nathalie Descamps. Wouter og Nathalie eru með fyrstu röðun í mótinu og þar með talin líklegust til að sigra. Það er því erfiður leikur framundan hjá systkinunum síðar í dag.

 

Magnús Ingi Helgason Tinna Helgadóttir

 

Næsti leikur íslensku leikmannanna er einliðaleikur Rögnu Ingólfsdóttur gegn spænsku stúlkunni Bing Xing Xu sem komst áfram úr undankeppninni. Leikurinn hefst kl. 12 að íslenskum tíma. Erfitt er að segja til um getu Bing þar sem hún hefur ekki tekið þátt í mörgum alþjóðlegum mótum undanfarna mánuði.

Smellið hér til að skoða niðurröðun, tímasetningar og úrslit Swedish International Stockholm.

Skrifað 25. janúar, 2008
ALS