Drive2 trónir á toppi riđilsins

Magnús Ingi Helgason spilar í vetur með Drive2 sem spilar í Danmerkurseríunni, riðli þrjú. Liðið mætti í öðrum leik sínum liði Herlufsholm og burstaði leikinn 12-1.

Magnús Ingi lék tvo leiki fyrir lið sitt, fyrsta tvenndarleik og annan tvíliðaleik karla.

Tvenndarleikinn lék hann með Pernille Lindorff Jensen en þau unnu Patrick Jakobsen og Natasja Jakobsen 21-9 og 21-11. Tvíliðaleikinn lék Magnús með Michael Ihde gegn Tim Schunk og Michael Bredskov. Magnús og Ihde unnu 21-18 og 21-9.

Drive2 vann allar viðureignir nema fyrri tvíliðaleik kvenna.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit Drive2 og Herlufsholm.

Drive2 er nú í fyrsta sæti riðilsins með sex stig, jafnmörg stig og næstu þrjú lið í riðlinum en fjögur lið hafa unnið báða leiki sína í vetur. Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum.

Næsti leikur liðsins er gegn Brøndby Strand laugardaginn 3. október.

Skrifađ 21. september, 2015
mg