Tinna komst ekki áfram

Badmintonkonan Tinna Helgadóttir var að ljúka keppni í einliðaleik á alþjóðlega mótinu Swedish International Stockholm. Hún beið lægri hlut 17-21 og 17-21 fyrir dönsku stúlkunni Christina Andersen í annarri umferð undankeppni mótsins.

Tinna hefur þó ekki lokið þátttöku sinni í mótinu því á morgun föstudag leikur hún ásamt Magnúsi Inga bróður sínum í tvenndarleik. Magnús Ingi keppir síðar í kvöld ásamt írskum félaga sínum tvíliðaleik.

Smellið hér til að skoða niðurröðun, tímasetningar og úrslit Swedish International Stockholm.

Skrifað 24. janúar, 2008
ALS