Ragna úr keppni í Ţýskalandi

Íslandsmeistarinn Ragna Ingólfsdóttir var rétt í þessu að ljúka keppni á alþjóðlega badmintonmótinu Bitburger Open.

Hún mætti í fyrstu umferð dönsku stúlkunni Nanna Brosolat Jensen og beið lægri hlut 21-16 og 21-10. Ragna er því dottin úr keppni.

Búast mátti við því að Nanna yrði Rögnu erfið enda hafa þær stöllur nokkuð oft barist á síðustu árum. Nanna hefur verið að sækja mikið í sig veðrið á síðustu misserum og varð meðal annars í 3.-4.sæti á Opna Sænska um daginn.

Hægt er að fylgjast með gangi mála á Bitburger Open með því að smella hér.

Skrifađ 3. oktober, 2007
ALS