Breyting á ţjálfaranámskeiđi

Því miður þarf að gera breytingar á dagskrá þjálfaranámskeiðsins og landsliðsæfinganna um helgina vegna frestunar á flugi þeirra Kenneths og Claus frá Danmörku.
Þeir koma ekki til landsins fyrr en seint í kvöld og því fellur föstudagurinn niður og smávægilegar breytingar verða gerðar á dagskrá laugardagsins. U15 krakkarnir sem áttu að vera á æfingu í kvöld munu fá æfingu með U17 hópnum á morgun og fyrirlestur fyrir þjálfara lengist um klukkutíma seinnipartinn.
Ég bið ykkur góðfúslega um að koma upplýsingum um breytta dagskrá til ykkar þjálfara og ykkar iðkenda sem eiga að mæta á æfingarnar!

Dagskráin verður með eftirfarandi hætti:

Laugardagur 12. september
09:00 - 10:00 Þjálfaranámskeið - Fyrirlestur um taktík í tvíliðaleik og þjálfun
10:00 - 12:00 U15 og U17 hópur - tvíliðaleiks taktík
13:00 - 15:00 U19 og A hópur - tvíliðaleiks taktík
15:30 - 18:00 Þjálfaranámskeið - Fyrirlestur um taktík í tvíliðaleik og undirbúningur fyrir mót

Sunnudagur 13. september
10:00 - 14:00 Þjálfun þjálfara í að segja til á mótum.
Claus og Kenneth verða á Haustmóti KR sunnudaginn 13. september og hjálpa þjálfurum sem mæta á námskeiðið að coacha á því móti.
16:00 - 18:00 Foreldranámskeið

Skrifađ 11. september, 2015
mg