Taastrup Elite hefur tímabiliđ međ sigri

Fyrsti leikur dönsku þriðju deildarinnar var um helgina. Systkinin Drífa og Ragnar Harðarbörn spila með Taastrup Elite en liðið leikur í riðli fjögur í þriðju deild. Í deildinni eru fjórir riðlar. Drífa lék einnig með liðinu í fyrra en Ragnar lék þá með Taastrup Elite 2.

Taastrup Elite mætti í þessum fyrsta leik tímabilsins Gentofte 3 og vann 7-6.

Drífa lék fyrsta tvenndarleik og fyrsta tvíliðaleik kvenna fyrir lið sitt. Ragnar lék fjórða einliðaleik karla og þriðja tvíliðaleik karla.

Tvenndarleikinn lék Drífa með Thomas Laybourn en þau mættu Rasmus Colberg og Camilla Dew-Hattens og unnu 21-17 og 21-17. Tvíliðaleikinn lék hún með Katrine M. Hansen gegn Camilla Dew Hattens og Caroline Brodersen. Drífa og Hansen unnu 21-10 og 21-15.

Ragnar lék einliðaleik gegn Tobias Middelbo Eigtved og tapaði 13-21 og 17-21. Tvíliðaleik lék hann með Tom Scholz gegn Frederik Knudsen og Frank Larsen. Þeir töpuðu þeim leik 14-21 og 17-21.

Taastrup Elite vann auk leikja Drífu fyrsta einliðaleik kvenna, annan og þriðja einliðaleik karla, annan tvíliðaleik kvenna og fyrsta tvíliðaleik karla.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit Taastrup Elite og Gentofte 3.

Eftir fyrstu umferina er Taastrup Elite í öðru sæti riðilsins á eftir Hvidovre 2. Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum.

Næsti leikur liðsins er laugardaginn 19. september næstkomandi gegn SAIF Kbh.

Skrifađ 7. september, 2015
mg