North Atlantic Camp hefst í dag

North Atlantic Camp, æfingabúðir fyrir afreksspilara í badminton U13 til U17, hefst í dag, mánudaginn 10. ágúst, í Narsaq á Grænlandi og standa til 16. ágúst.

Íslensku þátttakendurnir eru Gústav Nilsson TBR, Lív Karlsdóttir TBR, Davíð Örn Harðarson ÍA, Una Hrund Örvar BH, Bjarni Þór Sverrisson TBR, Einar Sverrisson TBR, Daníel Ísak Steinarsson TBR og Þorunn Eylands TBR.

Æfingar eru að jafnaði þrisvar á dag og á milli þeirra er nóg af afþreyingu. Einn dag verður farið í ferð í skoðunarferð.

Búðunum lýkur með móti fyrir þátttakendur búðanna auk nokkurra annarra badmintonspilara.

Meðfram æfingabúðunum er þjálfaranámskeið sem Irena Rut Jónsdóttir ÍA og Þorkell Ingi Eriksson TBR sitja ásamt þjálfurum frá Færeyjum og Grænlandi. Yfirþjálfari búðanna er landsliðsþjálfari Grænlands, Rune Svenningsen sem þjálfar einnig í Aarhus en hann er búsettur þar.

Skrifað 10. ágúst, 2015
mg