Tap gegn BC DKC

TBR spilaði annan leik sinn í Evrópukeppni félagsliða í dag gegn BC DKC og tapaði 1-4.

Daníel Thomsen og Rakel Jóhannesdóttir spiluðu gegn Michiel Krujit og töpuðu 12-21 og 15-21.

Atli Jóhannesson spilaði einliðaleik gegn Dennis Daalen De Jel og tapaði 6-21 og 7-21. Margrét Jóhannsdóttir vann sinn einliðaleik gegn Alida Chen 23-21 og 22-20.

Tvíliðaleikirnir fóru báðir í odd. Atli og Daníel spiluðu gegn Marka Caljouw og Thomas Wijers og töpuðu 21-23, 21-18 og 18-21. Margrét og Rakel töpuðu fyrir Alida Chen og Veerle Wikers 21-11, 13-21 og 15-21.

Seinasti leikur TBR er á morgun gegn Helsingfors frá Finnlandi en liðið hefur tapað báðum sínum leikjum eins og TBR.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í Evrópukeppni félagsliða.

Skrifađ 11. júní, 2015
mg