Evrópukeppni félagsliđa hófst í dag

Evrópukeppni félagsliða hófst í dag í Tours í Frakklandi. TBR tekur þátt í mótinu en félagið vann sér inn þátttökurétt þegar það vann Deildakeppni BSÍ í febrúar síðastliðnum og varð Íslandsmeistari félagsliða.

Fyrsti leikur TBR var í dag gegn AIX Universite CB frá Frakklandi en því liði var raðað númer þrjú inn í keppnina. TBR tapaði 4-1.

Daníel Thomsen og Rakel Jóhannesdóttir kepptu í tvenndarleik gegn Ronan Labar og Laurie Benredjem og töpuðu eftir oddalotu 22-20, 11-21 og 11-21.
 
Kristófer Darri Finnsson tapaði einliðaleik sínum gegn Tanguy Citron 8-21 og 9-21.
 
Margrét Jóhannsdóttir tapaði einliðaleik sínum gegn Petya Nedelcheva 9-21 og 7-21.
 
Tvíliðaleik karla léku Atli Jóhannesson og Daníel Thomsen gegn Indra Bagus Ade Chandra og Sylvain Grosejan. Þeir töpuðu eftir oddalotu 21-19, 8-21 og 11-21.
 
Tvíliðaleikur kvenna var sá leikur sem TBR vann en hann léku Margrét Jóhannsdóttir og Rakel Jóhannesdóttir gegn Laurie Benredjem og Petya Nedelcheva. Margrét og Rakel unnu eftir oddalotu 15-21, 21-12 og 21-17.
 
Lið TBR í Evrópukeppni félagsliða 
 
Næsti leikur TBR er á morgun gegn BC DKC frá Hollandi.
 
Smellið hér til að sjá fleiri úrslit dagsins í Evrópukeppni félagsliða.
Skrifađ 10. júní, 2015
mg