19 dagar í Evrópuleikana

Badmintonkeppni Evrópuleikanna í Baku hefst eftir 19 daga. Hún fer fram 22. - 28. júní. Leikarnir eru haldnir í fyrsta skipti og verða haldnir fjórða hvert ár. Eingöngu Evrópubúar geta öðlast þátttökurétt en svipað fyrirkomulag er á leikunum eins og á Ólympíuleikum.

Í gær var dregið í keppnina en tveir íslenskir keppendur hafa þátttökurétt, Kári Gunnarsson og Sara Högnadóttir. Bæði keppa þau í einliðaleik en heimslistinn segir til um hverjir fá keppnisrétt á leikunum. Keppt verður í riðlum í einliðaleik og tveir keppendur munu fara upp úr hverjum riðli í úrsláttarkeppni.

Kári keppir í riðli G ásamt Vladimir Malkov frá Rússlandi, Eetu Heino frá Finnlandi og Jarolim Vicen frá Slóvakíu. Í einliðaleik karla er keppt í átta riðlum og efstu átta Evrópubúar á heimslista fá röðun í riðlana átta.

Sara keppir í riðli E ásamt Anna Thea Madsen frá Danmörku, Sadowski Fiorella Marie frá Möltu og Airi Mikkela frá Finnlandi. Í einliðaleik kvenna er einnig keppt í átta riðlum.

Smellið hér til að lesa meira um Evrópuleikana í Baku.

Skrifađ 3. júní, 2015
mg