Fjórir til Færeyja

Færeyingar taka þátt í Eyjaleikunum á Jersey í júní og hafa af því tilefni boðið fjórum íslenskum spilurum til Færeyja um helgina til að keppa við landslið þeirra. Þetta er liður í undirbúningi þeirra fyrir leikana.

Frímann Ari Ferdinandsson landsliðsþjálfari hefur valið fjóra leikmenn til ferðarinnar en það eru Daníel Jóhannesson TBR, Davið Bjarni Björnsson TBR, Davíð Phuong TBR og Pálmi Guðfinnsson TBR.

Þeir fljúga til Færeyja í dag, föstudag, og keppa við Færeyingana á laugardag og sunnudag. Á mánudag fara þeir í skoðunarferð um Færeyjar áður en þeir fljúga aftur heim.

Badmintonsamband Íslands þakkar Færeyingum fyrir þetta góða boð.

Skrifað 22. maí, 2015
mg