Fjórir til Færeyja

Færeyingar munu taka þátt í Eyjaleikunum í sumar en þeir eru haldnir á Jersey í júní. Af því tilefni buðu þeir fjórum íslenskum spilurum til Færeyja til að keppa við landslið Færeyja og líta á þetta sem æfingu fyrir landsliðið.

Frímann Ari Ferdinandsson landsliðsþjálfari valdi fjóra til ferðarinnar en það eru Daníel Jóhannesson TBR, Davíð Bjarni Björnsson TBR, Davíð Phuong TBR og Pálmi Guðfinnsson TBR.

Þeir fljúga til Færeyja í dag, föstudag, og verða við keppni á laugardag og sunnudag. Á mánudaginn fara þeir í skoðunarferð um Færeyjar áður en þeir fljúga aftur heim.

Badmintonsambandið þakkar Færeyingum kærlega fyrir þetta góða boð.

Skrifað 21. janúar, 2015
mg