A-landsliđiđ fariđ til Kína

A-landslið Íslands í badminton er nú komið til Kína en þar tekur það þátt í heimsmeistaramóti landsliða í badminton, Sudirman Cup 2015. Mótið er haldið annað hvort ár en var fyrst haldið í Indónesíu árið 1989. Þá tóku þátt 28 þjóðir en nú keppa 35 landslið um heimsmeistaratitilinn. Sudirman Cup er nefnt eftir Dick Sudirman stofnanda Badmintonsambands Indónesíu.

 

A-landsliðið 2015

 

A-landsliðið skipa Atli Jóhannesson TBR, Daníel Thomsen TBR, Kári Gunnarsson TBR, Margrét Jóhannsdóttir TBR, Rakel Jóhannesdóttir TBR og Sigríður Árnadóttir TBR. Árni Þór Hallgrímsson fór með hópnum sem þjálfari.

Sudirman Cup fer fram í Dongguan dagana 10. - 17. maí. Íslands er í riðli með Fillipseyjum, Ísrael og Nígeríu.

Kínverjar munu berjast hart við að verja titilinn sem þeir unnu í níunanda sinn árið 2013 og Malasíubúinn Chong Wei Lee keppir nú í fyrsta skipti aftur eftir bann sem hann fór í vegna brota á lyfjareglum. Dani vantar sitt fremsta fólk þar sem því var vikið úr landsliðinu vegna styrkjamála. Það verður gaman að fylgjast með þessu stórmóti í badminton.

Skrifađ 7. maí, 2015
mg