Íslandsmeistarar í Æðsta- og Heiðursflokki - tvíliða- og tvenndarleik

Tvíliðaleikur í Heiðursflokki var að klárast rétt í þessu. Hannes Ríkarðsson og Kjartan Nielsen TBR unnu Gunnar Bollason TBR og Sigurð Blöndal Hamri 15-21, 21-12 og 21-12 og urðu með því Íslandsmeistarar í tvíliðaleik karla í Heiðursflokki.

Keppt var í tvenndarleik í Æðstaflokki en þar öttu kappi annars vegar Egill Þór Magnússon Aftureldingu og María Thors TBR og hins vegar Eggert Þorgrímsson og Ásthildur Dóra Kristjánsdóttir TBR. Eggert og Ásthildur unnu 21-15 og 21-15. Íslandsmeistarar í tvenndarleik í Æðstaflokki eru Eggert Þorgrímsson og Ásthildur Dóra Kristjánsdóttir TBR.

Skrifað 12. apríl, 2015
mg