Elsa og Rakel mæta Drífu og Tinnu í úrslitum tvíliðaleiks kvenna

Elsa Nielsen og Rakel Jóhannesdóttir kepptu í undanúrslitum tvíliðaleiks kvenna gegn Hörpu Hilmisdóttur og Línu Dóru Hannesdóttur. Drífa Harðardóttir og Tinna Helgadóttir mættu svo Margréti Jóhannsdóttur og Söru Högnadóttur.

Elsa og Rakel gjörsigruðu fyrri lotuna 21-4 og þá seinni 21-5.

Leikur Drífu og Tinnu gegn Margréti og Söru var öllu jafnari og staðan var jöfn í fyrri lotunni 21-21 en hún endaði með sigri Drífu og Tinnu 23-21. Seinni lotan var einnig jöfn en Drífa og Tinna sigldu fram úr og sigruðu 21-15.

Drífa og Tinna mæta því Elsu og Rakel í úrslitum.

Skrifað 11. apríl, 2015
mg