Atli og Kári mæta Bjarka og Daníel í úrslitaleiks tvíliðaleiks karla

Í tvíliðaleik karla kepptu í undanúrslitum Atli Jóhannesson og Kári Gunnarsson gegn Birki Steini Erlingssyni og Pálma Guðfinnssyni. Egill Guðlaugsson og Magnús Ingi Helgason kepptu gegn Bjarka Stefánssyni og Daníel Thomsen.

Fyrri lota leiks Atla og Kára gegn Birki og Pálma var mjög spennandi og endaði með sigri Atla og Kára 21-19. Seinni lotan var einnig mjög spennandi framan af en svo tóku Atli og Kári yfirhöndina og unnu lotuna 21-12.

Leikur Egils og Magnúsar gegn Bjarka og Daníel var á þá leið að Egill og Magnús voru með forystuna allan fyrri part fyrri lotunnar en Bjarki og Daníel náðu að jafna og staðan var jöfn 19-19 og henni lauk með sigri Bjarka og Daníels 24-22. Í seinni lotunnni voru Bjarki og Daníel yfir allan tímann og henni lauk með sigri þeirra 21-15.

Atli og Kári mæta því Bjarka og Daníel í úrslitaleik tvíliðaleiks karla.

Skrifað 11. apríl, 2015
mg