U17 landsliđiđ tók ţátt í Victor OLVE mótinu í Belgíu

U17 landsliðið tók þátt í Vicotr Olve mótinu í Belgíu um páskana. Landsliðið skipuðu Andri Árnason TBR, Davíð Bjarni Björnsson TBR, Haukur Gylfi Gíslason Samherjum, Steinar Bragi Gunnarsson ÍA, Alda Karen Jónsdóttir TBR, Harpa Hilmisdóttir TBR, Margrét Nilsdóttir TBR og Margrét Dís Stefánsdóttir TBR.

Keppt var í riðlum í einliðaleik.

Andri Árnason tapaði báðum sínum leikjum í einliðaleik og lenti í siðasta sæti riðils D. Davíð Bjarni Björnsson vann báða sína leiki í riðli J og vann riðilinn. Haukur Gylfi Gíslason tapaði báðum síðum leikjum í einliðaleik og lenti í síðasti sæti riðils L. Steinar Bragi Gunnarsson tapaði báðum síðum leikjum í einliðaleik og lenti í síðasti sæti riðils B. Keppendur í einliðaleik karla voru 43 og keppt í níu riðlum. Davíð Bjarni fór í útsláttarkeppni sem sigurvegari úr hverjum riðli keppti í. Davíð Bjarni mætti þar Scott Oates frá Skotlandi sem vann Davíð Bjarna naumlega eftir oddalotu 21-14, 24-22 og 21-19. Með því lauk Davíð Bjarni keppni.

Alda Karen tapaði báðum sínum leikjum í einliðaleik og lenti í siðasta sæti riðils J. Harpa Hilmisdóttir vann einn leik í riðli K og tapaði einum og lenti í öðru sæti riðilsins. Margrét Dís tapaði einum leik í riðli D og fékk einn gefinn og lenti því í öðru sæti riðilsins. Margrét Nilsdóttir keppti ekki í einliðaleik. Keppendur í einliðaleik kvenna voru 36 í 12 riðlum. Einn fór upp úr hverjum riðli í útsláttarkeppni.

Í tvíliða- og tvenndarleik var keppt í útsláttarkeppnum. Í tvíliðaleik duttu íslensku keppendurnir út eftir fyrsta leik.

Í tvenndarleik unnu Davíð Bjarni Björnsson og Harpa Hilmisdóttir fyrsta leik sinn gegn Vasileios Parisis og Olivia Tzika frá Grikklandi. Davíð Bjarni og Harpa unnu eftir oddalotu 21-19 , 13-21 og 21-19. Aðrir íslenskir keppendur töpuðu fyrsta leik.

Smellið hér til að sjá úrslit á Victor OLVE mótinu í Belgíu.

Skrifađ 6. apríl, 2015
mg