Ísland tapađi fyrir Litháen 1-4

U19 landsliðið lék síðasta leik sinn í Evrópukeppni U19 landsliða í Póllandi í morgun gegn Litháen.

Einliðaleik karla lék Daníel Jóhannesson fyrir Íslands hönd gegn Laurynas Sparnauskis. Daníel vann leikinn 21-14 og 21-16 og vann með því fyrsta og einu viðureign Íslands í liðakeppninni. Einliðaleik kvenna lék Harpa Hilmisdóttir gegn Vytaute Fomkinaite og tapaði 14-21 og 11-21.

Kristófer Darri Finnsson og Pálmi Guðfinnsson léku tvíliðaleik gegn Renaldas Sileris og Laurynas Sparnauskis en þeir töpuðu mjög naumlega 20-22 og 19-21. Arna Karen Jóhannsdóttir og Alda Karen Jónsdóttir léku tvíliðaleik kvenna gegn Rebeka AlekseViciute og Gabija Narvilaite og töpuðu 18-21 og 10-21.

Tvenndarleikinn spiluðu Davíð Bjarni Björnsson og Alda Karen Jónsdóttir gegn Karolis Eimutaitis og Gabija Narvilaite og töpuðu 13-21 og 17-21.

Með því lauk leiknum með sigri Litháen 4-1. Ísland lauk með því keppni í Evrópukeppni U19 landsliða.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit dagsins í Evrópukeppni U19 landsliða. Keppt var í átta riðlum og eitt land fer upp út hverjum riðli. Þýskaland vann riðil þrjú sem Ísland var í og fer því áfram í útsláttakeppnina sem hefst á morgun, sunnudag.

Einstaklingskeppnin hefst á mánudaginn. Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar í einstaklingskeppninni.

Skrifađ 28. mars, 2015
mg