Tap gegn Ůřskalandi Ý Evrˇpukeppni U19 landsli­a

U19 landslið Íslands í badminton spilaði fyrsta leik sinn í Evrópukeppni U19 landsliða í Póllandi í dag. Liðið mætti liði Þýskalands og tapaði 0-5. Fyrirfram var búist fyrir erfiðum leik.

Pálmi Guðfinnsson spilaði einliðaleik gegn Max Weisskirchen og tapaði 15-21 og 9-21. Harpa Hilmisdóttir spilaði einliðaleik gegn Luise Heim og tapaði 10-21 og 13-21.

Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson spiluðu tvíliðaleik gegn Bjarne Geiss og Daniel Seifert og töpuðu 8-21 og 18-21. Harpa Hilmisdóttir og Arna Karen Jóhannsdóttir spiluðu tvíliðaleik gegn Yvonne Li og Annika Schreiber og töpuðu 10-21 og 10-21.

Tvenndarleikinn léku Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir fyrir Íslands hönd gegn Bjarne Geiss og Eva Janssens. Daníel og Sigríður töpuðu 22-24 og 14-21.

 

U 19 landslið Íslands 2015

 

Næsti leikur íslenska liðsins er á morgun gegn heimaþjóðinni, Póllandi.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit dagsins í Evrópukeppni U19 landsliða.

Skrifa­ 26. mars, 2015
mg