Ísland í riðli með Filipseyjum og Nígeríu

Í dag var dregið í heimsmeistarakeppni landsliða, Sudirman Cup, sem haldin verður í Kína í maí næstkomandi. Dregið var í fjóra riðla sem allir hafa undirflokka.

 

Dregið í Sudirman Cup 2015

 

Í riðli eitt eru fjórir flokkar. Í A flokki keppa Kína, Tæland og Þýskaland. Í B flokki keppa Japan, Tævan og USA. Í C flokki keppa Danmörk, Indónesía og Englandi og í D flokki keppa Kórea, Indland og Malasía.

Þessi riðill inniheldur tólf sterkustu löndin í badminton í heiminum og ljóst að þarna verður hörð keppni. Kína hefur unnið Sudirman Cup þrettán sinnum, Kórea þrisvar og Indónesía einu sinni. Þetta eru jafnframt einu löndin sem hafa unnið keppnina.

Í riðli tvö eru tveir undirflokkar. Í A flokki eru Rússland, Hong Kong, Kanada og Spánn. Í B flokki eru Singapúr, Holland, Frakkland og Brasilía.

Í riðli þrjú eru tveir undirflokkar. Í A flokki eru Tékkland, Tyrkland, Suður Afríka og Austurríki. Í flokki B eru Víetnam, Ástralía, Ítalía og Sviss.

Í riðli fjögur eru einnig tveir undirflokkar. Í A flokki er Ísland ásamt Nígeríu og Filipseyjum. Í B flokki eru Ísrael, Sri Lanka, Seysil eyjar og Kazakhstan.

Íslenska landsliðið skipa Atli Jóhannesson, Daníel Thomsen, Kári Gunnarsson, Margrét Jóhannsdóttir, Rakel Jóhannesdóttir og Sigríður Árnadóttir.

Alls taka 35 lönd þátt í Sudirman Cup, þar af 12 Evrópulönd. Sudirman Cup fer fram dagana 10. - 17. maí í Dongguan í Kína.

Skrifað 16. mars, 2015
mg