KBK komiđ í fyrsta sćti umspilsins

KBK Kbh., liða Kára Gunnarssonar í dönsku þriðju deildinni, spilaði leik í umspili um hvaða lið komast upp í aðra deild um helgina gegn Solrød Strand en liðið vann 8-5.

Kári lék fyrsta einliðaleik og annan tvíliðaleik karla fyrir lið sitt. Einliðaleikinn lék hann gegn Peter Correll og vann eftir oddalotu 21-13, 22-24 og 21-18. Tvíliðaleikinn lék hann með Mikkel Kærsgaard Henriksen og þeir töpuðu fyrir Jakob Poulsen og Jeppe Bay Madsen 10-21 og 17-21.

KBK vann einnig annan tvenndarleik, fyrsta einliðaleik kvenna, alla einliðaleiki karla og báða tvíliðaleiki kvenna.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í viðureign KBK og Solrød Strand.

KBK er nú í fyrsta sæti umspilsins. Smellið hér til að sjá stöðuna í umspilinu um að komast í aðra deild.

Næsti leikur KBK Kbh. er laugardaginn 21. mars gegn KMB2010 2.

Skrifađ 11. mars, 2015
mg