Danir vinna fimmtánda Evrópumeistaratitil sinn

Danir endurheimtu Evrópumeistaratitilinn frá Þjóðverjum sem unnu þennan titil í Rússlandi árið 2013. Þetta er fimmtándi Evrópumeistaratitill Dana en þeir sigruðu Englendinga örugglega 3-0.

Lina Kjærsfeldt vann örugglega Fontaine Mica Chapman og vann þar með fyrsta leikinn 21-14 og 21-11. Jan Ø. Jørgensen fylgdi í fótspor hennar í næsta leik þegar hann vann Toby Penty 21-18 og 21-14. Tvíliðaleik kvenna léku Christinna Pedersen og Kamilla Rytter Juhl en þær unnu Heather Olver og Lauren Smith örugglega 21-9 og 21-14 og tryggðu Dönum þar með titilinn.

 

Danir eru Evrópumeistarar 2015

 

Smellið hér til að sjá úrslit í Evrópukeppni landsliða.

Skrifað 17. febrúar, 2015
mg