Úrslit Landsbankamóts ÍA

Landsbankamót ÍA var haldið um helgina en mótið var hluti af Dominos unglingamótaröð Badmintonsambands Íslands og gaf stig á styrkleikalista unglinga. Keppt var í öllum greinum í aldursflokkum U13 til U19.

Sigurvegarar á mótinu voru eftirtaldir og úrslit úrslitaleikja:

Í flokki U13 sigraði Jón Hrafn Barkarson TBR eftir að hafa sigrað Gúsav Nilsson TBR 21-11 og 21-17 í úrslitaleik í einliðaleik hnokka. Karolina Prus KR vann í úrslitum Katrínu Völu Einarsdóttur BH í einliðaleik táta 21-19 og 21-13. Í tvíliðaleik hnokka unnu Gústav Nilsson og Jón Hrafn Barkarson TBR Baldur Einarsson og Guðmund Hermann Lárusson TBR í úrslitum 21-6 og 21-16. Í tvíliðaleik táta unnu Anna Alexandra Petersen og Sara Júlíusdóttir TBR í úrslitum Katrínu Völu Einarsdóttur BH og Lív Karlsdóttur TBR 21-16 og 21-19. Í tvenndarleik unnu Jón Hrafn Barkarson og Sara Júlíusdóttir TBR eftir oddalotu í úrslitum Gústav Nilsson og Lív Karlsdóttur TBR 21-17, 15-21 og 21-11. Jón Hrafn vann því þrefalt á mótinu.

Í flokki U15 vann Andri Snær Axelsson ÍA í úrslitum Daníel Ísak Steinarsson TBR í einliðaleik sveina eftir oddalotu 21-19, 17-21 og 21-19. Andrea Nilsdóttir TBR vann Þórunni Eylands TBR í úrslitum eftir oddalotu 16-21, 21-14 og 21-16 í einliðaleik meyja. Í tvíliðaleik sveina unnu Daníel Ísak Steinarsson og Einar Sverrisson TBR en þeir unnu í úrslitum Andra Snæ Axelsson og Davíð Örn Harðarson ÍA 21-6 og 21-15. Í tvíliðaleik meyja unnu Andrea Nilsdóttir og Erna Katrín Pétursdóttir TBR eftir úrslitaleik gegn Höllu Maríu Gústafsdóttur og Unu Hrund Örvar BH 21-11 og 21-9. Í tvenndarleik unnu Daníel Ísak Steinarsson og Andrea Nilsdóttir TBR en þau unnu í úrslitum Einar Sverrisson og Þórunni Eylands TBR 21-15 og 22-20.

Í flokki U17 vann Andri Árnason TBR í úrslitum Atla Tómasson TBR 21-14 og 21-19 í einliðaleik drengja. Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir ÍA vann Dalrósu Söru Jóhannsdóttur ÍA í úrslitum í einliðaleik telpna 21-10 og 21-7. Í tvíliðaleik drengja unnu Andri Árnason TBR og Steinar Bragi Gunnarsson ÍA Elvar Má Sturlaugsson ÍA og Hauk Gylfa Gíslason Samherjum 21-13 og 21-17. Ekki var keppt í tvíliðaleik telpna. Í tvenndarleik unnu Elvar Már Sturlaugsson og Dalrós Sara Jóhannsdóttir ÍA þau Símon Orra Jóhannsson og Úlfheiði Emblu Ásgeirsdóttur ÍA 21-8 og 21-16.

Í flokki U19 vann Róbert Ingi Huldarsson BH Steinar Braga Gunnarsson ÍA í úrslitum 21-17 og 21-16 í einliðaleik pilta. Í einliðaleik stúlkna vann Arna Karen Jóhannsdóttir TBR Elínu Ósk Traustadóttur BH 21-9 og 21-9. Í tvíliðaleik pilta unnu Róbert Ingi Huldarsson og Sigurður Eðvarð Ólafsson BH Daníel Þór Heimisson og Halldór Axel Axelsson ÍA í úrslitum 21-9 og 21-15. Í tvíliðaleik stúlkna sigruðu Arna Karen Jóhannsdóttir og Margrét Nilsdóttir TBR Eyrúnu Björgu Guðjónsdóttur og Ingibjörgu Sóleyju Einarsdóttur BH 21-7 og 21-11. Í tvenndarleik í flokki U19 sigruðu Andri Árnason og Arna Karen Jóhannsdóttir TBR Atla Tómasson og Margréti Nilsdóttur TBR eftir oddalotu 21-16, 20-22 og 21-18.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Landsbankamóti ÍA.

Smellið hér til að sjá styrkleikalista unglinga.

Næsta mót á Dominosmótaröð unglinga er Íslandsmót unglinga sem fer fram dagana 6. - 8. mars næstkomandi í TBR.

 

Skrifað 9. febrúar, 2015
mg