Dregi­ Ý Evrˇpukeppni U19 landsli­a

Dregið hefur verið í Evrópukeppni U19 landsliða sem fer fram í Lubin í Póllandi 26. mars - 4. apríl næstkomandi.

Ísland lendir í riðli þrjú með Þýskalandi, Póllandi og Litháen. Þjóðverjar urðu Evrópumeistarar U19 árið 2011. Pólverjar gætu veitt Þjóðverjum góða keppni þar sem þeir eru á heimavelli og búast má við spennandi leikjum á milli Íslands og Litháen.

Danmörku er raðað númer eitt og lendir í riðli með Armeníu, Lettlandi og Portúgal. Alls taka 34 lönd þátt í keppninni sem er þátttökumet. Átta lönd fá röðun en það eru auk Danmerkur og Þýskalandi England, Frakkland, Tyrkland, Rússland, Spánn og Holland.

Fyrsti leikur íslenska landsliðsins er gegn Þýskalandi fimmtudaginn 26. mars klukkan 2 að pólskum tíma. Annar leikur liðsins er föstudaginn 27. mars gegn Póllandi og síðasti leikurinn í riðlinum er gegn Litháen laugardaginn 28. mars.

Smellið hér til að sjá niðurröðun í Evrópukeppni U19 landsliða.

Íslenska U19 landsliðið skipa Daníel Jóhannesson TBR, Davíð Bjarni Björnsson TBR, Kristófer Darri Finnsson TBR, Pálmi Guðfinnsson TBR, Alda Karen Jónsdóttir TBR, Arna Karen Jóhannsdóttir TBR, Harpa Hilmisdóttir TBR og Sigríður Árnadóttir TBR. Einnig verður keppt á einstaklingsgrunni í Evrópukeppninni en ekki hefur verið dregið í þá keppni.

Skrifa­ 5. febr˙ar, 2015
mg