Frímann velur hópinn fyrir Sudirman Cup í Kína

Frímann Ari Ferdinandsson landsliðsþjálfari hefur valið A-landsliðið sem mun taka þátt í Sudirman Cup í Kína í maí.

Sudirman Cup er heimsmeistaramót landsliða og fer fram dagana 10. - 17. maí í Dongguan í Kína.

Hópinn skipa:

  • Atli Jóhannesson TBR
  • Daníel Thomsen TBR
  • Kári Gunnarsson TBR
  • Margrét Jóhannsdóttir TBR
  • Rakel Jóhannesdóttir TBR
  • Sigríður Árnadóttir TBR.

Mótið var fyrst haldið árið 1989 en þá tóku 28 lönd þátt en í dag taka yfir 50 lönd þátt í mótinu.

Smellið hér til að lesa meira um Sudirman Cup 2015.

Skrifað 26. janúar, 2015
mg