RIG - Iceland International - fyrsti dagur

Forkeppni einliðaleiks karla og einliðaleiks kvenna var að ljúka rétt í þessu og þar með fyrsta degi Iceland International. Kári Gunnarsson og Kristófer Darri Finnsson unnu sér inn sæti í aðalkeppninni en þeir unnu báðir leiki sína í dag. Inn í aðalkeppnina komust auk Kára og Kristófers Mikkel Stoffersen, Mark Mohr Laursen Daamgard, Frederik Aalestrup og Aske Högsted Lauritsen - allir frá Danmörku.

Í forkeppni einliðaleiks kvenna unnu Arna Karen Jóhannsdóttir og Amalie Hertz Hansen sér inni keppnisrétt í aðalkeppninni. Auk þeirra fóru beint inn í aðalkeppninna vegna forfalla Harpa Hilmisdóttir, Jóna Kristín Hjartardóttir, Margrét Finnbogadóttir, Þorbjörg Kristinsdóttir og Trine Villadsen frá Danmörku.

Smellið hér til að sjá úrslit leikja í dag.
Keppni hefst klukkan 9 í fyrramálið með tvenndarleikjum. Einliðaleikir karla hefjast klukkan 9:35, einliðaleikir kvenna klukkan 11:55, tvíliðaleikir karla klukkan 14:15 og tvíliðaleikir kvenna klukkan 16:00.

Smellið hér til að sjá niðurröðun leikja föstudaginn 23. janúar.

Skrifað 22. janúar, 2015
mg