Værløse 3 fer í umspil um að komast í fyrstu deild

Værløse 3, lið Tinnu Helgadóttur í dönsku annarri deildinni, keppti gegn Holte um helgina í síðasta leik grunnspilsins og vann 9-4.

Tinna lék fyrsta tvenndarleik og fyrsta tvíliðaleik kvenna fyrir lið sitt. Tvenndarleikinn lék hún með Morten Estrup gegn Dennis Schmidt Jensen og Nicola Kragh Riis. Tinna og Estrup töpuðu eftir oddalotu 21-11, 20-22 og 18-21. Tvíliðaleikinn lék hún með Julie Rechnagel og þær unnu Camilla Boasen og Trine Fredriksen eftir oddalotu 21-11, 19-21 og 21-11.

Liðsmenn Værløse 3 unnu einnig báða einliðaleiki kvenna, annan, þriðja og fjórða einliðaleik karla, annantvíliðaleik kvenna og fyrsta og þriðja tvíliðaleik karla.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit Værløse 3 og Holte.

Eftir þessa síðustu umferð grunnspilsins endaði Værløse 3 í fjórða sæti annars riðils annarrar deildar en spilað er í tveimur riðlum í deildinni. Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum.

Værløse 3 fer nú í umspil um hvaða lið komast í fyrstu deild. Fyrsta viðureignin er laugardaginn 31. janúar gegn Hvidovre.  

Skrifað 14. janúar, 2015
mg