Taastrup Elite vermir enn botninn

Taastrup Elite, lið Drífu Harðardóttur í dönsku annarri deildinni, keppti gegn Gentofte 2 um helgina og tapaði 3-10.

Drífa lék fyrsta tvenndarleik og annan tvíliðaleik kvenna fyrir lið sitt. Tvenndarleikinn lék hún með Thomas Laybourn gegn Nicolai Müller og Maria Thorberg. Drífa og Laybourn töpuðu eftir oddalotu 21-9, 15-21 og 18-21. Tvíliðaleikinn lék hún með Mette Ring og þær töpuðu fyrir Sofie Holmboe Dahl og Kristina Suhr Olsen 19-21 og 21-23.

Liðsmenn Taastrup Elite unnu fyrsta og annan einliðaleik karla og annan tvíliðaleik karla.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit Taastrup Elite og Gentofte 2.

Eftir þessa sjöttu umferð er Taastrup Elite enn í áttunda og neðsta sæti annars riðils annarrar deildar með engan leik unninn en spilað er í tveimur riðlum í deildinni. Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum.

Þetta var síðasti leikur Taastrup Elite á árinu en næsta viðureign er laugardaginn 10. janúar gegn Skovshoved 2.

Skrifađ 8. desember, 2014
mg