Sara tók ţátt í Alţjóđlega finnska mótinu

Sara Högnadóttir tók þátt í Alþjóðlega finnska mótinu í dag. Hún hóf keppni í undankeppni í einliðaleik.

Fyrsti leikur hennar var gegn Noora Ahola frá Finnlandi en Sara vann 23-21 og 21-14. Annar leikur Söru var gegn Sale - Liis Teesalu frá Eistlandi. Sara vann þann leik eftir oddalotu 21-17, 14-21 og 21-18. Nú rétt í þessu lék Sara þriðja leik sinn í dag, gegn Aliye Demirbag frá Tyrklandi. Sara tapaði þeim leik mjög naumlega 21-19 og 21-19 og hefur því lokið keppni í Alþjóðlega finnska mótinu.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit dagsins á mótinu.

Skrifađ 20. nóvember, 2014
mg