Meistaramót BH hefst á morgun

Meistaramót BH fer fram um helgina. Mótið er hluti af Dominos mótaröð Badmintonsambandsins og gefur stig á styrkleikalista sambandsins.

Alls eru keppendur 98 talsins frá sjö félögum, Aftureldingu, BH, ÍA, Samherjum, TBR, UMFS og UMF Þór.
Mótið hefst klukkan 17 á morgun, föstudag, með leikjum í einliðaleik karla. Á laugardaginn verður leikið fram í undanúrslit og á sunnudaginn hefjast undanúrslit klukkan 10 og úrslit klukkan 13. Áætluð mótslok er klukkan 16 á sunnudaginn.

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á Meistaramóti BH.

Skrifað 13. nóvember, 2014
mg