Unglingameistaramót TBR um helgina

Unglingameistaramót TBR fer fram um helgina, 19.-20. janúar næstkomandi. Keppt verður í U13, U15 og U17 flokkum unglinga.

Þeir sem tapa fyrsta einliðaleik í U13 og U15 fara í aukaflokk en í U17 verður leikið í riðlum í einiðaleik.

Gestir mótsins verða tveir strákar og tvær stelpur frá Köbenhavns Badminton Klub í Danmörku en þau keppa í U17 flokknum.

Keppni hefst kl. 10 á laugardeginum en þá verður leikið fram í undanúrslit. Á sunnudeginum hefst keppni einnig kl. 10 en þann dag verða leikin undanúrslit og úrslit mótsins.

Það er Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur sem hefur veg og vanda að skipulagningu mótsins. Síðasti skráningardagur er í dag, mánudaginn 14.janúar. Smellið hér til að skoða mótaboð TBR.

Skrifað 14. janúar, 2008
ALS