Forkeppni Evrˇpukeppni landsli­a er Ý TBR um helgina

Í fyrsta skipti verður nú haldin forkeppni fyrir Evrópukeppni landsliða í badminton. Keppt verður í sjö riðlum og eitt land fer upp úr hverjum riðli í aðalkeppnina sem fer fram í Belgíu dagana 11. - 15. febrúar 2015. Forkeppnirnar sjö fara fram dagana 7. - 9. nóvember 2014 í hinum ýmsu borgum Evrópu.

Riðill 5 verður spilaður á Íslandi, í TBR húsinu við Gnoðarvog.

Dagskrá forkeppninnar á Íslandi verður sem hér segir:
Föstudagur 7. nóvember:
Kl. 14:00 Spánn - Tyrkland
Kl. 19:00 Ísland - Króatía
Laugardagur 8. nóvember:
Kl. 10:00 Króatía - Tyrkland
Kl. 15:00 Ísland - Spánn
Sunnudagur 9. nóvember:
Kl. 9:00 Króatía - Spánn
Kl. 13:00 Ísland - Tyrkland

Landslið Íslands skipa:
Atli Jóhannesson, Daníel Jóhannesson, Daníel Thomsen, Egill G. Guðlaugsson, Kári Gunnarsson, Kristófer Darri Finnsson, Elín Þóra Elíasdóttir, Margrét Jóhannsdóttir, Rakel Jóhannesdóttir, Sara Högnadóttir, Sigríður Árnadóttir og Snjólaug Jóhannsdóttir. Elín Þóra, Daníel J., Kristófer Darri og Sigríður eru að leika sinn fyrsta landsleik.

Í hverri viðureign tveggja landa er keppt í:
Einliðaleik karla
Einliðaleik kvenna
Tvíliðaleik karla
Tvíliðaleik kvenna
Tvenndarleik

Í liði Spánar er heimsmeistari í einliðaleik kvenna, Carolina Marin. Hún hampaði heimsmeistaratitli á HM í Danmörku í ágúst síðastliðnum.

Ísland er í riðli með Spáni, Tyrklandi og Króatíu.
Spánn 8. sæti í Evrópu
Tyrkland 19. sæti í Evrópu
Króatía 21. sæti í Evrópu
Ísland 30. sæti í Evrópu

Landsleikir milli Íslands og Spánar í gegnum árin:
Ísland 4 - 3 Spánn
Við unnum árin 1994 (5-0) karlalandsiðið, 1994 (4-1) kvennalandsliðið, 1999 (4-1), 2000 (3-2) karlalandsliðið.
Við töpuðum árin 2008 (1-4) karlalandsliðið, 2010 (2-3) kvennalandsliðið, 2014 (2-3) kvennalandsliðið.


Landsleikir milli Íslands og Tyrklands í gegnum árin:
Ísland 2 - 0 Tyrkland
Við unnum árin 2007 (5-0) og 2008 ( 3-2) karlalandsliðið.

Landsleikir milli Íslands og Króatíu í gegnum árin:
Ísland 2 - 0 Króatía
Við unnum árin 2007 (4-1) og 2010 (3-2) karlalandsliðið.

Skrifa­ 5. nˇvember, 2014
mg