Aabenraa burstađi Haderslev 2

Aabenraa, lið Margrétar Jóhannsdóttur í Kredsseríunni í Danmörku, keppti gegn Haderslev 2 í gær og vann örugglega 10-3.

Margrét lék ekki fyrir lið sitt í þessum leik þar sem hún var lítillega meidd. Liðsmenn Aabenraa unnu fyrsta tvenndarleik, báða einliðaleiki kvenna, fyrsta, þriðja og fjórða einliðaleiki karla, fyrsta tvíliðaleik kvenna og alla þrjá tvíliðaleiki karla.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í viðureign Aabenraa og Haderslev 2.

Eftir þessa aðra umferð er Aabenraa áfram í þriðja sæti riðilsins í Kredsseríunni en liðið spilar í öðrum riðli vesturdeildarinnar en spilað er í fjórum riðlum Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum.

Næsta viðureign Aabenraa er laugardaginn 25. október gegn Kolding BK3.

Skrifađ 13. oktober, 2014
mg