KBK rótburstađi Lyngby

KBK Kbh., liða Kára Gunnarssonar í dönsku þriðju deildinni, rótburstaði andstæðinga sína í þriðju umferð deildinnar 13-0 en liðið mætti Lyngby um helgina.

Kári lék fyrsta einliðaleik og annan tvíliðaleik karla fyrir lið sitt. Einliðaleikinn lék hann gegn Lars Klintrup og vann 21-13 og 21-12. Tvíliðaleikinn lék hann með Mikkel Kærsgaard Henriksen og þeir unnu Niels Peter Lillelund og Albert Navarro 21-19 og 21-10.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í viðureign KBK og Lyngby.

Eftir þessa þriðju umferð er KBK Kbh. í öðru sæti riðilsins í þriðju deild en í þriðju deild er spilað í fjórum riðlum. Smellið hér til að sjá stöðuna í þriðju deild.

Næsta viðureign KBK Kbh. er laugardaginn 25. október gegn Hillerød 2.

Skrifađ 6. oktober, 2014
mg