VŠrl°se 2 tapa­i fyrir KMB2010

Værløse 2, lið Tinnu Helgadóttur í dönsku fyrstu deildinni, keppti í gærkvöldi sinn annan leik í deildinni gegn KMB2010 og tapaði naumlega 6-7.

Tinna lék annan tvenndarleik og fyrsta tvíliðaleik kvenna fyrir lið sitt. Tvenndarleikinn lék hún með Kasper Paulsen gegn Kristoffer Knudsen og Pernille Harder. Tinna og Paulsen töpuðu naumlega eftir oddalotu 21-17, 18-21 og 19-21. Tvíliðaleikinn lék hún með Thilde Nørgaard Iversen og þær töpuðu fyrir Pernille Harder og Mette Schjoldager 11-21 og 17-21. Liðsmenn Værløse 2 unnu báða einliðaleiki kvenna, fyrsta, þriðja og fjórða einliðaleik karla og annan tvíliðaleik kvenna.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í viðureign Værløse 2 og KMB2010.

Eftir þessa aðra umferð er Værløse 2 í fjórða sæti deildarinnar. Smellið hér til að sjá stöðuna í fyrstu deild.

Næsta viðureign Værløse 2 er laugardaginn 4. október gegn Aalborg Triton.

Skrifa­ 24. september, 2014
mg