Taastrup Elite fer ni­ur um eitt sŠti

Taastrup Elite, lið Drífu Harðardóttur í dönsku annarri deildinni, keppti gegn Holbæk í gærkvöldi og tapaði 5-8.

Drífa lék fyrsta tvenndarleik og annan tvíliðaleik kvenna fyrir lið sitt. Tvenndarleikinn lék hún með Thomas Laybourn gegn Rene Boye Faber og Zenia Dam Larsen. Drífa og Laybourn unnu eftir spennandi leik 22-20 og 21-19. Tvíliðaleikinn lék hún með Mette Ring en þær töpuðu fyrir Pernille Hansen og Katja Elm Jensen 18-21 og 13-21. Liðsmenn Taastrup Elite unnu auk tvenndarleiks Drífu annan einliðaleik kvenna, þriðja og fjórða einliðaleik karla og fyrsta tvíliðaleik karla.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit Taastrup Elite og Holbæk.

Eftir þessa aðra umferð er Taastrup Elite í sjötta sæti annars riðils annarrar deildar en spilað er í tveimur riðlum í deildinni. Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum.

Næsti leikur Taastrup Elite er laugardaginn 4. október gegn Værløse 3.

Skrifa­ 22. september, 2014
mg