Úrslit Haustmóts KR

Annað mót Dominos mótaraðar BSÍ, Haustmót KR, var í gær. Mótið var tvíliða- og tvenndarleiksmót og keppt var í öllum flokkum nema tvenndarleik í B-flokki.

Í meistaraflokki unnu Daníel Thomsen og Róbert Þór Henn TBR í tvíliðaleik karla en þeir unnu í úrslitum Daníel Jóhannesson og Einar Óskarsson TBR 21-16 og 21-10.

 

Haustmót KR. Tvíliða karla. Róbert Þór, Daníel, Einar og Daníel

 

Tvíliðaleik kvenna unnu Elín Þóra Elíasdóttir og Rakel Jóhannesdóttir TBR en þær sigurðu í úrslitum Jóhönnu Jóhannsdóttur og Sunnu Ösp Runólfsdóttur TBR 21-16 og 21-15.

 

Haustmót KR - Tvíliða kvenna. Rakel, Elín Þóra, Jóhanna og Sunna Ösp

 

Tvenndarleik unnu Daníel Thomsen og Rakel Jóhannesdóttir TBR sem sigruðu í úrslitum Egil G. Guðlaugsson ÍA og Elínu Þóru Elíasdóttur TBR 21-18 og 21-18.

 

Haustmót KR, Daníel, Rakel, Elín Þóra og Egill

 

Í A-flokki sigruðu Snorri Tómasson og Þorkell Ingi Eriksson TBR í tvíliðaleik karla. Þeir unnu í úrslitum Andra Árnason TBR og Steinar Braga Gunnarsson ÍA eftir oddalotu 15-21, 21-13 og 21-7.

Í kvennaflokki sigruðu Arna Karen Jóhannsdóttir og Margrét Nilsdóttur TBR en keppt var í einum riðli í greininni. Arna Karen og Margrét unnu báða leikina sína.

Í tvenndarleik unnu Jón Sigurðsson og Guðrún Björk Gunnarsdóttir TBR en þau unnu alla leikina sína en keppt var í einum riðli í tvenndarleik í A-flokki.

Í B-flokki karla var einnig keppt í riðli. Í tvíliðaleik karla unnu Aron Óttarsson og Mahn Duc Pahn TBR.

Í tvíliðaleik kvenna unnu Eyrún Björg Guðjónsdóttir og Ingibjörg Sóley Einarsdóttir BH en þær unnu Elínu Ósk Traustadóttur og Kristínu Sif Þórarinsdóttur BH 21-17 og 21-9.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Haustmóti KR.

Næsta mót í Dominos mótaröð BSÍ verður Atlamót ÍA 27. - 28. september næstkomandi.

Skrifađ 15. september, 2014
mg