Dominos mótaröđin hefst á morgun

Fyrsta mót vetrarins, Einliðaleiksmót TBR, er á morgun, föstudagskvöldið 5. september og hefst klukkan 18.

Mótið er það fyrsta í Dominos mótaröð Badmintonsambandsins en mótin eru alls ellefu á þessu keppnistímabili sem hefst á morgun.

Á þessu móti er eingöngu keppt í einliðaleik í meistaraflokki.

Alls eru 16 keppendur skráðir til leiks í meistaraflokki karla og má sjá niðurröðun og tímasetningar með því að smella hér. Atli Jóhannesson TBR fær röðun númer eitt og Jónas Baldursson TBR númer tvö.

Tíu keppendur eru skráðir til leiks í meistaraflokki kvenna og má sjá niðurröðun og tímasetningar með því að smella hér. Þorbjörg Kristinsdóttir TBR fær röðun númer eitt og Margrét Finnbogadóttir TBR númer tvö. Margrét Jóhannsdóttir sem var efst á styrkleikalista BSÍ eftir síðasta keppnistímabil tekur ekki þátt í mótinu þar sem hún mun æfa og keppa í Danmörku þetta árið.

Skrifađ 4. september, 2014
mg